Hógværð og látleysi í lífsstíl og neyslu og sjálfbær nýting jarðargæði, nýtni og orkusparnaður eru meðal helstu atriða í umhverfisstefnu Þjóðkirkjunnar.
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hitti Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra í gær og afhenti henni stefnu þjóðkirkjunnar í umhverfismálum og umhverfisstarfi í söfnuðum. Einnig fékk ráðherra eintak af Ljósaskrefinu sem er handbók kirkjunnar um umhverfisstarf. Með þessu vildi biskup nesta íslensku sendinefndina sem heldur á loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn.
Ráðherra þakkaði fyrir heimsóknina og fyrir vinnu kirkjunnar að því stóra verkefni sem baráttan gegn loftslagsvánni sé. Hún sagði mikilvægt að allir sem gætu haft áhrif á daglega breytni beittu sér í þágu umhverfisins og að þar væri fræðslan grundvallaratriði. Þetta væri í senn pólitískt mál og uppeldismál og að það þyrfti viðhorfsbreytingu gagnvart umhverfinu.
Önnur atriði í umhverfisstofnun kirkjunnar eru að uppörva einstaklinga og samfélag í því að auðsýna ábyrgð í umgengni sinni um jarðargæði og vinna gegn sóun og ofneyslu.