Kirkjan vill látleysi

Biskup á nýafstöðnu kirkjuþingi
Biskup á nýafstöðnu kirkjuþingi mbl.is/Ómar

Hóg­værð og lát­leysi í lífs­stíl og neyslu og sjálf­bær nýt­ing jarðargæði, nýtni og orku­sparnaður eru meðal helstu atriða í um­hverf­is­stefnu Þjóðkirkj­unn­ar.

Karl Sig­ur­björns­son, bisk­up Íslands, hitti Svandísi Svavars­dótt­ur, um­hverf­is­ráðherra í gær og af­henti henni stefnu þjóðkirkj­unn­ar í um­hverf­is­mál­um og um­hverf­is­starfi í söfnuðum. Einnig fékk ráðherra ein­tak af Ljósa­skref­inu sem er hand­bók kirkj­unn­ar um um­hverf­is­starf. Með þessu vildi bisk­up nesta ís­lensku sendi­nefnd­ina sem held­ur á lofts­lags­ráðstefn­una í Kaup­manna­höfn.

Ráðherra þakkaði fyr­ir heim­sókn­ina og fyr­ir vinnu kirkj­unn­ar að því stóra verk­efni sem bar­átt­an gegn lofts­lags­vánni sé. Hún sagði mik­il­vægt að all­ir sem gætu haft áhrif á dag­lega breytni beittu sér í þágu um­hverf­is­ins og að þar væri fræðslan grund­vall­ar­atriði. Þetta væri í senn póli­tískt mál og upp­eld­is­mál og að það þyrfti viðhorfs­breyt­ingu gagn­vart um­hverf­inu.

Önnur atriði í um­hverf­is­stofn­un kirkj­unn­ar eru að uppörva ein­stak­linga og sam­fé­lag í því að auðsýna ábyrgð í um­gengni sinni um jarðargæði og vinna gegn sóun og of­neyslu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert