Ókeypis tónlist í tilefni dagsins

Lagið Ei er andvakan góð með Ragnheiði Gröndal er meðal …
Lagið Ei er andvakan góð með Ragnheiði Gröndal er meðal þeirra sem hægt verður að sækja á Tónlist.is endurgjaldslaust á morgun. Morgunblaðið/Sverrir

Í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar, sem haldinn er hátíðlegur á morgun, bjóða íslenskir tónlistarmenn og útgefendur upp á tónlistargjöf. Þannig verður í einn sólarhring hægt að sækja ríflega fimmtíu lög íslenskra tónlistarmanna án endurgjalds á vefnum Tónlist.is.

Að sögn Engilberts Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra D3 sem rekur Tónlist.is, er uppátækið unnið í samvinnu við Samtón. Segir hann þetta í annað árið í röð sem landsmönnum standi slík tónlistargjöf til boða á þessum degi, en að hans sögn fóru viðtökur fram úr björtustu vonum í fyrra.

„Að okkar mati er þetta ein besta leiðin til þess að kynna hvar og hvernig megi nálgast íslenska tónlist á löglegan hátt,“ segir Engilbert. Tekur hann fram að samtímis sé þetta gott tækifæri til þess að kynna rjómann af útgáfunni þetta árið.

Bendir hann á að lögin fimmtíu sem nálgast má séu af plötum sem komu út á þessu ári og innihaldið sé afar fjölbreytt, allt frá klassík í framúrstefnulegt rokk. Öll lögin eru fullum gæðum og fullri lengd.
 
www.tonlist.is/Fokus/DagurIslenskrartonlistar/

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert