„Þetta er einfaldlega rakalaust og ósatt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon um ásakanir Gylfa Guðjónssonar um að Steingrímur hafi hvatt mótmælendur við Alþingishúsið til dáða í stórhættulegum athöfnum og afbrotum sem komu fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu á þriðjudag.
Steingrímur kveðst þvert á móti hafa talað gegn ofbeldinu. „Ég fór á þessum tíma í ræðustól á Alþingi og hvatti alla til að sýna stillingu og halda sig algerlega við friðsamlegar og lögmætar aðgerðir,“ segir Steingrímur.
Nánar í Morgunblaðinu í dag.