Segir skuldir ríkissjóðs Íslands viðráðanlegar

Franek Rozwadowski (t.v.) og Mark Flanagan frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Franek Rozwadowski (t.v.) og Mark Flanagan frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Eggert Jóhannesson

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, telur að miðað við núverandi stöðu geti Íslendingar staðið undir skuldum ríkissjóðs.

Franek Rozwadowski, fulltrúi AGS á Íslandi, segir að vissulega geti aðstæður breyst hvað þetta varðar. Eitt af því sem geti breytt stöðunni sé ef hér verði viðvarandi halli á ríkissjóði um alla framtíð.

Sendinefnd á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er stödd hér á landi þar sem farið er yfir efnahagsáætlun sjóðsins. Fulltrúar sjóðsins munu gera grein fyrir mati þeirra á stöðu Íslands á blaðamannafundi sem haldinn verður um miðja næstu viku.

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert