Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, telur að miðað við núverandi stöðu geti Íslendingar staðið undir skuldum ríkissjóðs.
Franek Rozwadowski, fulltrúi AGS á Íslandi, segir að vissulega geti aðstæður breyst hvað þetta varðar. Eitt af því sem geti breytt stöðunni sé ef hér verði viðvarandi halli á ríkissjóði um alla framtíð.
Sendinefnd á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er stödd hér á landi þar sem farið er yfir efnahagsáætlun sjóðsins. Fulltrúar sjóðsins munu gera grein fyrir mati þeirra á stöðu Íslands á blaðamannafundi sem haldinn verður um miðja næstu viku.
Nánar í Morgunblaðinu í dag.