Sekt fyrir að afhenda trúnaðarupplýsingar

Hæstirétt­ur hef­ur dæmt Jafet Ólafs­son til að greiða 1 millj­ón króna í sekt fyr­ir að af­henda Sig­urði G. Guðjóns­syni, lög­manni, trúnaðar­upp­lýs­ing­ar og brotuð þannig gegn þagn­ar­skyldu­ákvæðum laga um fjár­mála­fyr­ir­tæki. Hæstirétt­ur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur, sem hafði dæmt Jafet til að greiða 250 þúsund krón­ur í sekt.

Jafet var tal­inn hafa brotið gegn þagn­ar­skyld­unni í starfi sínu sem stjórn­ar­maður og starfsmaður hjá VBS fjár­fest­inga­banka. Hæstirétt­ur seg­ir, að við ákvörðun refs­ing­ar sé litið til þess að Jafet hefði framið brot sitt í starfi hjá fjár­mála­fyr­ir­tæki, sem viðskiptamaður hans mátti lög­um sam­kvæmt treysta fyr­ir upp­lýs­ing­um um einka­mál­efni sín. Jafet hefði ekki látið við það sitja að greina öðrum manni frá þeim upp­lýs­ing­um, held­ur af­hent hon­um að auki hljóðupp­töku af sam­tali, þar sem þær komu fram.

Fjár­mála­eft­ir­litið kærði Jafet til lög­regl­unn­ar fyr­ir að hafa  árið 2006 af­hent Sig­urði, sem þá var  fram­kvæmda­stjóri Fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins Grett­is, hljóðupp­töku af sam­tali Jafets og Geirs Zoëga.

Í sam­tal­inu ræddu þeir Jafet og Geir um viðskipti með bréf í Trygg­inga­miðstöðinni til Grett­is. Grett­ir hugðist kaupa af Geir 5% hlut í Trygg­inga­miðstöðinni og var búið að semja um verð fyr­ir hlut­ina á föstu­degi og ákveðið að ganga frá kaup­un­um á mánu­degi klukk­an 15, fyr­ir milli­göngu Jafets og Verðbréfa­stof­unn­ar.

Ekk­ert varð af kaup­un­um, en Geir Zoëga hringdi í Jafet rétt fyr­ir und­ir­rit­un og sagðist vera ný­kom­inn af fundi með öðrum kaup­end­um og þeir hafi hand­salað kaup á hlutn­um. Þetta sam­tal var hljóðritað.

Sig­urði G. Guðjóns­syni þótti slæmt að kaup­in gengju ekki eft­ir og taldi enn­frem­ur að yf­ir­töku­skylda hefði mynd­ast við hinn kaup­samn­ing­inn þar sem kaup­end­urn­ir áttu þegar stór­an hlut í Trygg­inga­miðstöðinni. Hann skrifaði er­indi til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins þess efn­is og fékk hljóðupp­tök­una hjá Jafeti er­ind­inu til stuðnings.

Geir Zoëga taldi Jafet hafa brotið á sér trúnað með af­hend­ingu upp­tök­unn­ar og kvartaði til fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem kærði Jafet til lög­regl­unn­ar.

Hæstirétt­ur vís­ar til þess í dómi sín­um, að aðspurður fyr­ir héraðsdómi um ástæður þess að þetta hafi verið gert hafi Jafet sagt: „ég leit svona út eins og illa gerður hlut­ur um það að vera kom­inn þetta langt með þetta ... þannig að trú­verðug­leiki minn gagn­vart Sig­urði beið ákveðinn hnekki við það að af þess­um viðskipt­um varð ekki. Þannig að ég er, með því að sýna hon­um þessa upp­töku, að sýna hon­um fram á hvað Geir sagði í sam­tal­inu“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert