Telur Icesave-frumvarp brjóta gegn stjórnarskrá

Birgir Ármannsson.
Birgir Ármannsson. mbl.is/Ómar

Birg­ir Ármanns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, ít­rek­ar þá skoðun sína í net­p­istli í dag, að frum­varp fjár­málaráðherra um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-skuld­bind­inga, brjóti óbreytt gegn stjórn­ar­skrá Íslands. 

Birg­ir, sem er lög­fræðing­ur að mennt, seg­ir á vefn­um amx.is, að hann telji að frum­varpið brjóti í tveim­ur til­vik­um gegn 2. grein stjórn­ar­skrár, sem kveður á um að dómsvald á Íslandi sé í hönd­um inn­lendra dóm­stóla en ekki annarra. 

Seg­ir Birg­ir, að hend­ur ís­lenskra dóm­stóla verði sam­kvæmt frum­varp­inu bundn­ar með þeim hætti, að þeir verði í dóm­um sín­um bundn­ir af ráðgef­andi áliti EFTA-dóm­stóls­ins eða jafn­vel forúrsk­urðum dóm­stóls ESB. Ella hafi niður­stöður þeirra ekki þau réttaráhrif, sem til er ætl­ast. Með því sé í raun verið að færa dómsvald úr landi.

Birg­ir seg­ir einnig, að það full­veld­is­framsal, sem í þessu fel­ist, gangi lengra en EES-samn­ing­ur­inn ger­ir ráð fyr­ir og að þær rök­semd­ir, sem lágu að baki tak­mörkuðu og vel skil­greindu framsali rík­is­valds vegna aðild­ar Íslend­inga að Schengen-sam­starf­inu 1999-2000 og inn­leiðingu til­tek­inna ákvæða sam­keppn­is­reglna ESB 2004-2005 eigi ekki við að þessu sinni. Mæli­kv­arðarn­ir, sem fræðimenn á sviði lög­fræði miðuðu við í þeim mál­um, séu ekki full­nægj­andi til að rétt­læta full­veld­is­framsalið í frum­varp­inu.

Pist­ill Birg­is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert