„Það kemur fram í frumvarpinu að fjármálaráðuneytið telji að auka þurfi skattaeftirlit vegna flóknari reglna sem aftur muni auka kostnaðinn við kerfið,“ segir Garðar Valdimarsson, hæstaréttalögmaður og fyrrverandi ríkisskattstjóri, um frumvarp stjórnarinnar um skattabreytingar.
Garðar, sem flutti erindi á málþingi Deloitte um áhrifin af fyrirhugðum skattabreytingum á atvinnulífið í Turninum í gær, telur fyrirvarann fyrir breytingarnar of skamman og bjóða hættunni heim.
Það kunni m.a. að leiða til þess að einstaklingar fái háan bakreikning vegna vangoldinna skatta. Þá muni breytingar á svigrúmi launþega til að færa hluta tekna sinna yfir á maka leiða til þess að ríkið fái fé að láni sem sé „óeðlilegt“.
Sjá nánar í viðskitpablaði Morgunblaðsins í dag.