Stórhættulegt efni

Starfsfólki á slysa- og bráðadeild Landspítalans var mjög brugðið í morgun þegar fólk tók að streyma þangað eftir eiturefnaleka í Þvottahúsi Ríkisspítalanna. Þeir sem leituðu til slysadeildarinnar verða undir eftirliti fram eftir degi og jafnvel í sólarhring.

Efnið sem lak í Þvottahúsi Ríkisspítalanna í morgun heitir etylenoxið og er notað við sótthreinsun tækjabúnaðar. Það er mjög eitrað en það veldur m.a. ertingu í öndunarvegi. 

Slökkviliðið var með gríðarlegan viðbúnað vegna eiturefnalekans sem varð við Tunguháls snemma í morgun. 11 voru fluttir á slysadeild.

Lekinn varð þegar rör gaf sig þegar unnið var að dauðhreinsun. Þórður Bogason, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir efnið sem lak stórhættulegt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert