Varar Obama við norskum laxi

Bandarísku forsetahjónin Barack og Michelle Obama komu til Óslóar í …
Bandarísku forsetahjónin Barack og Michelle Obama komu til Óslóar í dag þar sem forsetinn tekur við friðarverðlaunum Nóbels. Reuters

Orri Vig­fús­son, formaður NASF, Vernd­ar­sjóðs villtra laxa­stofna, hef­ur sent sendi­herra Banda­ríkj­anna í Nor­egi bréf þar sem hann hvet­ur Barack Obama, Banda­ríkja­for­seta, til að verða ekki við ósk norskra stjórn­valda um að fá auk­inn aðgang á Banda­ríkja­markaði fyr­ir norsk­an eld­islax.

Sagt er frá þessu á vef norska rík­is­út­varps­ins, NRK. Obama mun í dag eiga fund með Jens Stolten­berg, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs, og seg­ir Orri í  bréf­inu, að á fund­in­um muni Stolten­berg bera fram er­indi um norsk­an eld­islax. 

„Fái Stolten­berg sínu fram­gengt munu norsk stjórn­völd nýta sér það til að auka á hið eyðandi lax­endi," skrif­ar Orri í bréf­inu að sögn NRK.

Orri seg­ir, að stór­aukið lax­eldi hafi leitt til þess, að laxal­ús hafi breiðst út. Aðeins sé hægt að fjar­lægja hana með efn­um, sem geti verið skaðleg neyt­end­um.  

Orri hef­ur lengi bar­ist fyr­ir viðgangi villtra laxa­stofna í Norður-Atlants­hafi. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka