Enskum meiðyrðalögum breytt?

Forsíða vefjar New York Times í dag.
Forsíða vefjar New York Times í dag.

Breskir þingmenn íhuga nú að breyta lögum frá nítjándu öld um meiðyrði til að stemma stigu við málshöfðunum fólks úti um allan heim, að því er fram kemur í The New York Times. Blaðið nefnir málshöfðun Jóns Ólafssonar á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni sem dæmi um „undarlegar“ málshöfðanir á Englandi vegna meintra meiðyrða.

The New York Times segir að þingmaður í lávarðadeild breska þingsins sé að undirbúa lagafrumvarp sem kveði meðal annars á um að útlendingar þurfi að sýna fram á að þeir hafi orðið fyrir skaða á Englandi til að geta höfðað mál þar fyrir meiðyrði.

Blaðið segir að England hafi lengi verið „mekka“ þeirra sem telji að sér hafi verið gert rangt til og nefnir mál Jóns Ólafssonar á hendur Hannesi Hólmsteini sem dæmi um slíkar málshöfðanir.

Jón Ólafsson
Jón Ólafsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert