Flugfreyjur heimila verkfallsboðun

Halldór Kolbeins

Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands hafa samþykkt í atkvæðagreiðslu að veita stjórn félagsins heimild til verkfallsboðunar. Þóra Sen talsmaður Flugfreyjufélagsins segir að stjórn og samninganefnd félagsins muni hittast á fundi um helgina og þá verði tekin ákvörðun um framhaldið.

Þóra sagði í samtali við mbl.is að  91 félagsmaður hafi sagt já en 79 sögðu nei. Fjórir skiluðu auðu. Alls tóku 174 félagar í Flugfreyjufélagi Íslands þátt í atkvæðagreiðslunni en félagsmenn sem starfa hjá Icelandair eru 292 talsins. Flugfreyjur og flugþjónar hjá Iceland Express tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni en kjaradeilan er einungis á milli flugfreyja sem starfa hjá Icelandair og Icelandair. Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara í maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert