„Icesave erfitt og hörmulegt“

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Þessar tölur eru svipaðar því sem áður hefur sést. Óánægja þjóðarinnar með Icesave-málið er skiljanleg og hefur birst okkur í ýmsum myndum að undanförnu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG.

Tæp 70% þjóðarinnar vilja, samkvæmt könnun fyrir Viðskiptablaðið, að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neiti að staðfesta lög um ríkisábyrgð Icesave-skuldbindinga. Rúm 60% telja að breyttir fyrirvarar á ríkisábyrgðinni, frá því frumvarp þar um var samþykkt í sumar, hafi verið til verri vegar.

„Ég ætla ekkert að blanda mér í umræðu um þann hluta þessa máls sem snýr að forseta Íslands og hvort synja eigi lögunum staðfestingar. Það er hans sjálfs að tjá sig,“ sagði Steingrímur.

Milliríkjadeilur undanskilar

„Icesave-málið, sem er erfitt og hörmulegt, er milliríkjadeila sem snýr að þjóðréttarlegum skuldbindingum. Ekki er ástæðulaust að milliríkjadeilur eru víðast hvar undanskildar því að geta farið í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokks Samfylkingar. Hann vildi ekki tjá sig um hver aðkoma forseta Íslands að málinu skyldi vera enda væri málið enn óútkljáð á Alþingi.

Hjá forsetaembættinu fengust þær upplýsingar í gærkvöldi að forseti Íslands myndi ekki tjá sig um málið enda væri löng hefð fyrir því að hann tjáði sig ekki um mál sem væru til umfjöllunar á Alþingi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert