Í tilefni af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn verður kirkjuklukkum um allan heim hringt 350 sinnum, sunnudaginn 13. desember klukkan þrjú, til að minna á þá umhverfisvá sem steðjar að jarðarbúum vegna hlýnunar andrúmsloftsins, að því er segir í tilkynningu frá biskupsstofu.
Hér á landi verður kirkjuklukkum hringt klukkan þrjú þennan dag víða um land.
Meðal kirkna sem taka þátt eru: Hallgrímskirkja, Dómkirkjan í Reykjavík, Digraneskirkja, Skálholtsdómkirkja, Hóladómkirkja, Þingvallakirkja, Akureyrarkirkja, Egilsstaðakirkja, Keflavíkurkirkja og Ísafjarðarkirkja, en þar verður einnig haldið málþing um umhverfismál að lokinni klukkuhringingu.
Sjá nánar um ástæður fyrir hringingunum