Krefjast áframhaldandi varðhalds

Talið er að konur hafi verið fluttar inn til landsins …
Talið er að konur hafi verið fluttar inn til landsins gagngert til að stunda vændi.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu mun að öllum líkindum krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í vændis- og mansalsmáli sem nýverið kom upp. Að sögn yfirmanns rannsóknardeildar hefur þó ekki verið ákveðið hvort farið verði fram á varðhald yfir báðum konum, grunuðum í málinu, eða aðeins annarri. Gæsluvarðhaldið rennur út kl. 16 í dag.

Ákvörðunin hefur ekki verið tekin um rúmlega tvítug konu. Hún er grunuð um að hafa tekið virkan þátt í þessum lögbrotum, m.a. með því að koma að skipulagningu vændisstarfseminnar, hafa milligöngu um hana og hafa viðurværi sitt af vændi annarra

Hin konan, Catalina Mikue Ncogo, var í byrjun desember dæmd í 2½ árs fangelsi fyrir  innflutning fíkniefna og hagnýtingu vændis, en sýknuð af ákæru um mansal. Í október fékk lögregla ítrekað fengið nafnlausar ábendingar þess efnis að nokkrar konur stunduðu vændi á heimili Catalinu og að þjónustan væri auglýst á netinu.

Lögreglan kannaði þessar auglýsingar en í þeim eru myndir af hálfnöktum konum og vísbendingar um að hægt sé að hringja í símanúmer þeirra til að fá kynlíf.

Lögregla fékk einnig upplýsingar um að nokkrar konur hafi komið til landsins til að stunda vændi á vegum Catalinu. Einnig komi í ljós að sérstakt húsnæði hafði verið tekið á leigu undir vændisstarfsemina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert