Leigði Baugi einbýlishús þegar Bjarni stýrði Glitni

Hús við Greenlink Walk í Kew Riverside-hverfinu.
Hús við Greenlink Walk í Kew Riverside-hverfinu.

Eignasýn ehf., félag í eigu Helgu Sverrisdóttur, leigði Baugi stórt einbýlishús í Englandi, frá því um mitt ár 2006 fram í febrúar 2009. Helga er eiginkona Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóra Glitnis, en hann lét af störfum hjá bankanum í maí árið 2007.

Á tímabili bjó Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, í húsinu á meðan Baugur leigði það.

Á tímabilinu áður en Bjarni lét af störfum hjá Glitni má því segja að viðkvæm staða hafi verið uppi, þar sem félag í eigu eiginkonu hans átti í viðskiptum við Baug, sem var bæði hluthafi í bankanum og einn stærsti lántakinn.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var það Bjarni sem hafði forgöngu um kaupin á húsinu og bauð Baugi það til leigu, en ekki eiginkona hans.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert