Skemmdarverk unnin í Fossvogi

Skemmdarverk voru unnin á húsi í eigu Steingríms Wernerssonar í Fossvoginum í nótt og var lakki sprautað á húsið. Í tölvupósti sem sendur er á fjölmiðla undir heitinu Icegroup Holding kemur fram að til hafi staðið að vinna skemmdarverk á húsi bróður Steingríms, Karls Wernerssonar og á húsi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins en það var ekki hægt vegna bilunar í tækjabúnaði skemmdarvarganna.

Heimili fjölda fólks, sem tengist bankamálum eða útrásinni, hafa fengið að kenna á rauðri málningu á undanförnum mánuðum en yfirleitt hefur verið sendur tölvupóstur frá einhverjum sem nefnir sig Skapofsa vegna þess. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert