Starfsmenn Landsbanka safna til góðgerðarmála

Höfuðstöðvar Landsbankans.
Höfuðstöðvar Landsbankans. mbl.is/Árni

Starfsmenn Landsbankans söfnuðu í vikunni fé til styrktar sameiginlegrar jólaaðstoðar á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndar og Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Alls söfnuðust 6 milljónir króna.

Starfsmannafélag Landsbankans hafði frumkvæði að söfnuninni og á tveimur dögum lögðu mörg hundruð starfsmanna lóð sín á vogarskálarnar. Starfsmannafélagið lagði fram jafnhátt framlag og starfsmennirnir og einnig gaf Landsbankinn veglega upphæð.

Fram kemur í tilkynningu að söfnunarféð muni nýtast hjálparstofnununum þremur við úthlutun matvæla, gjafa og annarrar aðstoðar við fjölskyldur í neyð fyrir jólin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert