Telja eins langt gengið og hægt er

Leikskólabörn - myndin tengist efni fréttarinnar að öðru leyti ekki
Leikskólabörn - myndin tengist efni fréttarinnar að öðru leyti ekki mbl.is/Golli

Stjórn Fé­lags leik­skóla­kenn­ara tel­ur að nú þegar hafi mörg sveit­ar­fé­lög og rekstr­araðilar leik­skóla gengið eins langt og mögu­legt er í niður­skurði í leik­skóla­starfi og að mál sé að linni. Leik­skól­ar nutu ekki góðær­is­ins nema að mjög tak­mörkuðu leyti. Þetta kem­ur fram í álykt­un sem stjórn­in hef­ur sent frá sér.

Þvert á móti bitnaði það á leik­skóla­starfi með þeim hætti að víða gekk illa að ráða starfs­fólk vegna þenslu og sam­keppni á vinnu­markaði og þar af leiðandi voru marg­ir skól­ar ekki full­setn­ir svo mánuðum skipti. Þetta ástand hafði um ára­bil mik­il áhrif á starf­semi skól­anna, meðal ann­ars jókst álag á stjórn­end­ur og annað starfs­fólk. Ástandið hafði ekki síður áhrif á börn og for­eldra þeirra, til dæm­is þegar þurfti að skerða dval­ar­tíma barna og inn­taka nýrra nem­enda dróst.

Þegar loks tekst að ráða starfs­fólk og koma starf­semi í jafn­vægi fer í hönd blóðugur niður­skurður, sums staðar svo mik­ill að fag­legt starf er í hættu. Þetta mun hafa mik­il áhrif á mennt­un og umönn­un leik­skóla­barna enda hafa tals­menn for­eldra víða stigið fram og lýst óánægju sinni og áhyggj­um.

Stjórn Fé­lags leik­skóla­kenn­ara skor­ar á sveit­ar­fé­lög og aðra rekstr­araðila að láta nú þegar staðar numið í niður­skurði í leik­skól­um og ann­ars staðar í skóla­kerf­inu og standa við fög­ur fyr­ir­heit um að slá skjald­borg um mennt­un barna og ung­menna. Það er mik­ill tví­skinn­ung­ur að skera niður í stór­um stíl og ætl­ast um leið til þess að starfs­fólk haldi uppi sömu gæðum og þjón­ustu og áður. Þegar þreng­ir að í sam­fé­lag­inu er ör­uggt og öfl­ugt skóla­kerfi ein mik­il­væg­asta stoðin til að tryggja börn­um góða mennt­un, umönn­un og skjól. Það er rétt­læt­is­mál að for­gangsraða í þágu þeirra þegar kem­ur að fjár­hags­áætlana­gerð."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka