Var 11 mánuði að svara umboðsmanni

Sjávarútvegsráðuneytið var lengi að svara umboðsmanni Alþingis um byggðakvóta.
Sjávarútvegsráðuneytið var lengi að svara umboðsmanni Alþingis um byggðakvóta.

Það tók sjávarútvegsráðuneytið rúmlega ellefu mánuði að svara fyrirspurnarbréfi umboðsmanns Alþingis um byggðakvóta frá því að svarfrestur rann út.

Þetta kemur fram í nýju áliti umboðsmanns, þar sem komist er m.a. að þeirri niðurstöðu, að breytingar á reglum um úthlutun byggðakvóta árið 2007 hafi ekki verið reist á fullnægjandi lagagrundvelli.

Róbert Spanó, sem gegnir embætti umboðsmanns Alþingis vegna starfa Tryggva Gunnarssonar í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, segir í áliti sínu, að sinni stjórnvöld því ekki að láta umboðsmanni í té nauðsynlegar skýringar og gögn innan hæfilegs tíma frá því að þess væri óskað væri honum torvelt að sinna því eftirlitshlutverki með stjórnsýslunni sem honum væri ætlað lögum.

Sá dráttur, sem varð á hjá ráðuneytinu að svara bréfi umboðsmanns, hafi ekki samrýmst þeim sjónarmiðum sem lög um umboðsmanns Alþingis byggi á.

Fram kemur, að ráðuneytið hafi loks svarað fyrirspurn umboðsmanns 31. desember 2008. Í svarbréfinu sé beðist velvirðingar á töfunum sem megi rekja til mikilla anna í ráðuneytinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert