Áfram greitt fyrir refaveiðar

Refur gæðir sér á eggi.
Refur gæðir sér á eggi. mynd/Jón Jónsson

Stjórnvöld hafa fallið frá áformum um að hætta að endurgreiða sveitarfélögum framlag til veiðimanna vegna veiða á ref og mink. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að 17 milljónum króna verði varið til þessara endurgreiðslna á næsta ári.

Nefndin hvetur umhverfisráðherra til að skipa nefnd hið fyrsta til að fara
heildstætt yfir þennan málaflokk í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Í fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir að fella niður endurgreiðslur vegna refaveiða sem lið í markmiði umhverfisráðuneytisins um lækkun ríkisútgjalda. Æðarræktarfélag Íslands, Landssamtök sauðfjárbænda og fleiri mótmæltu þessum fyrirætlunum harðlega og sögðu hana myndu hafa í för með sér verulega fjölgun refa með ófyrirséðum afleiðingum fyrir lífríkið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka