Ágúst Einarsson stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands

Baldur Þór Vilhjálmsson, Ragnar Önundarson, Vilborg Lofts, Þorkell Sigurlaugsson, Guðfinna …
Baldur Þór Vilhjálmsson, Ragnar Önundarson, Vilborg Lofts, Þorkell Sigurlaugsson, Guðfinna Bjarnadóttir, Ágúst Einarsson og Auður Finnbogadóttir.

Stjórn Fram­taks­sjóðs Íslands, fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins sem 16 líf­eyr­is­sjóðir stofnuðu sl. þriðju­dag, kom sam­an til fyrsta fund­ar síns fyr­ir helg­ina og skipti með sér verk­um. Ágúst Ein­ars­son, rektor Há­skól­ans á Bif­röst, var kjör­inn formaður og Ragn­ar Önund­ar­son, stjórn­ar­formaður Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna, var kjör­inn vara­formaður. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá sjóðnum.

Þar kem­ur fram að fyrsta verk­efni stjórn­ar­inn­ar verði að aug­lýsa starf fram­kvæmda­stjóra laust til um­sókn­ar og að móta nán­ar fjár­fest­ing­ar­stefnu fyr­ir sjóðinn. Stjórn­ar­menn leggi áherslu á að vinna hratt að mál­um til að starf­semi Fram­taks­sjóðs Íslands kom­ist á skrið fljót­lega á nýju ári.

Aðrir í stjórn eru: Bald­ur Þór Vil­hjálms­son, for­stöðumaður eign­a­stýr­ing­ar hjá Líf­eyr­is­sjóði starfs­manna rík­is­ins, Vil­borg Lofts, rekstr­ar­stjóri heil­brigðis­vís­inda­sviðs Há­skóla Íslands, Þorkell Sig­ur­laugs­son, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála- og þró­un­ar­sviðs  Há­skól­ans í Reykja­vík, Guðfinna Bjarna­dótt­ir, fyrr­ver­andi alþing­ismaður, og Auður Finn­boga­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna Kópa­vogs­bæj­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka