ÁTVR skili milljarði í ríkissjóð

Gert er ráð fyrir því, að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins skili 1 milljarði króna arðgreiðslu í ríkissjóð á næsta ári. Í fjárlagafrumvarpinu var reiknað með 500 milljóna króna arðgreiðslu og samkvæmt breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis er gert ráð fyrir 500 milljónum til viðbótar.

Samkvæmt gildandi fjárlögum á ÁTVR að skila 210 milljónum króna í ríkissjóð á árinu 2009.

Þá leggur fjárlaganefnd til, að  Happdrætti Háskóla Íslands verði heimilað að ráðstafa 185 milljónum króna hærra fjárframlagi til framkvæmda og viðhalds fasteigna Háskóla Íslands en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010, samtals 600 milljónum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert