Framlag til Kvikmyndajóðs Íslands verður ekki lækkað eins mikið á næsta ári, og gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu þegar það var lagt fram í október.
Þar var gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins vegna Kvikmyndasjóðs yrðu lækkuð um 200 milljónir króna miðað við útgjöld á þessu ári og yrðu 390 milljónir.
Meirihluti fjárlaganefndar leggur nú til, að 60 milljónir, af þessari áformuðu lækkun gangi til baka.