Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, hefur ákveðið að fresta því að leggja fram lagafrumvörp um breytingar á skipan lögreglu- og sýslumannsembætta. Gert er ráð fyrir að frumvörpin verði undirbúin frekar og lögð fram á vorþingi.
Þetta kemur fram í greinargerð meirihluta fjárlaganefndar þingsins, sem leggur jafnframt til að fjárheimildir verði aftur fluttar á fjárlaganúmer núverandi sýslumanns- og lögregluembætta.