Framlag til þingflokka og ráðherra skert

Ráðstöfunarfé ráðherra verður skert á næsta ári.
Ráðstöfunarfé ráðherra verður skert á næsta ári.

Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is legg­ur til í breyt­ing­ar­til­lög­um við fjár­laga­frum­varpið, að fram­lag til þing­flokka verði skert um 6,5 millj­ón­ir króna eða um 10%  til að stuðla að mark­miðum um sam­drátt í rík­is­út­gjöld­um. Einnig á að skerða  fram­lag til stjórn­mála­sam­taka um 37 millj­ón­ir eða sem svar­ar til 10% frá því sem gert er ráð fyr­ir í frum­varp­inu.

Þá er lagt til að ráðstöf­un­ar­fé allra ráðherra verði lækkað um sam­tals 21,2 millj­ón­ir króna, miðað við það sem gert var ráð fyr­ir í frum­varp­inu, og verði alls 49,4 millj­ón­ir. Seg­ir fjár­laga­nefnd, að ætl­ast sé til að sett­ar verði sam­ræmd­ar regl­ur um út­hlut­un þessa fjár og að ráðherra út­hluti aðeins til verk­efna sem heyra und­ir þeirra mál­efna­svið. Jafn­framt skuli fjár­laga­nefnd gerð grein fyr­ir út­hlut­un fjár­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert