Framlög til dómstóla aukin

Fjárframlög til dómstóla verða hækkuð tímabundið.
Fjárframlög til dómstóla verða hækkuð tímabundið.

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárframlög ríkisins til héraðsdómstóla, Hæstaréttar og fangelsismála, verði aukin á næsta ári til að mæta auknum málafjölda í kjölfar hruns bankanna. Á móti verða dómsmálagjöld hækkuð meira en önnur gjöld.

Lagt er til að fjárveiting til héraðsdómstólanna hækki tímabundið um 86 milljónir í samræmi við frumvarp um breytingar á lögum um dómstóla. Með frumvarpinu er kveðið á um að dómarar í héraði skuli vera 43 í stað 38 eins og nú er til ársins 2013. 

Áætluð launagjöld vegna þessa nema 53 milljónum á  ári. Jafnframt er lagt til að aðstoðarmönnum dómara verði fjölgað um fimm talsins og er áætlað að það kosti 33 milljónir á ári. 

Þá leggur nefndin til, að fjárveitingar til Hæstaréttar hækki um 16 milljónir í ljósi þess að horfur eru á að málum tengdum bankahruninu komi til að fjölga hjá þar. Miðað er við, að fjárveitingunni verði aðallega ráðstafað til með að fjölga aðstoðarmönnum dómara.

Málum sem fara fyrir Hæstarétt hefur einnig fjölgað úr um 500 á ári í um 700 á sl. tveimur árum. Af þessum sökum hefur biðtími mála lengst um 15%.

Á móti leggur meirihluti fjárlaganefndar til að útgjöld Hæstaréttar minnki um 8 milljónir. Er það gert vegna þess að kjararáð ákvað fyrr á árinu að laun dómara skyldu lækka um 15% en í fjárlagafrumvarpinu gleymdist að gera ráð fyrir því.

Þá er lagt til að rekstrarfjárveiting Fangelsismálastofnunar hækki um 107,2 milljarða vegna fjölgunar fangarýma um 16 í bráðabirgðahúsnæði. Í september féllst ríkisstjórnin á tillögu dómsmálaáðherra um að leigja húsnæði undir bráðabirgðafangelsi þar sem aukinn fjöldi gæsluvarðhaldsfanga hefur leitt til neyðarástands í þessum málaflokki. Nú er stefnt að því að leigja húsnæði á Suðurlandi til þessara nota og tengja reksturinn við Litla-Hraun eftir því sem hægt er þannig að rekstrarkostnaði verði haldið í lágmarki.

Rekstraráætlun vegna þessara rýma felur í sér um 63 milljóna króna launagjöld og húsaleiga er samkvæmt tilboði tæpar 18 milljónir á ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert