Hætt við skipulagða leit að ristilkrabbameini

Úr leitarstöð Krabbameinsfélagsins.
Úr leitarstöð Krabbameinsfélagsins.

Ekki eru taldar forsendur, við núverandi aðstæður í ríkisfjármálum, að hefja skipulega leit að krabbameini í ristli og endaþarmi hjá einstaklingum af báðum kynjum á aldrinum 60-69 ára.

Í fjárlögum árið 2008 var samþykkt 20 milljóna króna heimild vegna þessa verkefnis. Í greinargerð meirihluta fjárlaganefndar með breytingartillögum við fjárlagafrumvarp næsta árs, segir að frekari skoðun hafi leitt í ljós að umtalsvert meiri kostnaður fylgi því að hefja leit að krabbameini í ristli og endaþarmi hjá þessum aldurshópi og því séu ekki taldar forsendur til að hefja þetta verkefni.

Á móti er lagt til, að fjárheimild hækki um 20 milljónir króna vegna nýs samnings við Krabbameinsfélagið um leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum kvenna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert