Sendiherrabústaður seldur

New York.
New York. Reuters

Ut­an­rík­is­ráðuneytið hef­ur nú selt sendi­herra­bú­staðinn í New York fyr­ir 4,45 millj­ón­ir banda­ríkja­dala eða sem svar­ar til ná­lægt 550 millj­óna króna. Á í staðinn að leigja sendi­herra­bú­stað í borg­inni og er gert ráð fyr­ir að kostnaður vegna þess verði 27 millj­ón­ir króna á næsta ári. 

Fram kem­ur í grein­ar­gerð meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar með breyt­ing­ar­til­lög­um við fjár­laga­frum­varp næsta árs, að ut­an­rík­is­ráðuneytið telji rétt­ast að leigja sendi­herra­bú­stað í New York frá næstu ára­mót­um. Ráðuneytið geri engu síður ráð fyr­ir að fest verði kaup á sendi­herra­bú­stað í New York síðar en hef­ur að svo komnu máli ekki vissu fyr­ir hvenær af því gæti orðið.

Fjár­laga­nefnd legg­ur einnig til að rekstr­ar­fram­lag sendi­ráða lækki um 50 millj­ón­ir króna frá fjár­laga­frum­varp­inu. Þar hafi verið búið að gera ráð fyr­ir til­tek­inni hagræðingu í rekstri, sem ætlað var að skila 3% lækk­un á rekstr­ar­kostnaði. Frek­ari ráðstaf­an­ir til hagræðing­ar í verk­efn­um ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar hafi nú verið til at­hug­un­ar og sé nú áformað að draga enn frek­ar úr rekstr­ar­kostnaði sendi­ráða.

Á aðalskrif­stofu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins hafi einnig verið ákveðnar ýms­ar ráðstaf­an­ir til að draga sam­an starf­semi á nokkr­um sviðum með innri hagræðingu, einkum með breyt­ing­um í starfs­manna­haldi, til að mæta með þeim hætti nýj­um verk­efn­um og álagi, sem fylgi um­sókn um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, án þess að hækka þurfi fjár­heim­ild­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert