Var lofað að Davíð myndi hætta

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, sagði í viðtali við Sölva Tryggvason í nóvember að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hefði lofað henni að láta Davíð Oddsson fara sem seðlabankastjóra þegar í október 2008.

„Hann var búinn að segja mér það að hann myndi finna leiðir til þess að láta þetta gerast. En það leið náttúrulega og beið og hver vikan á fætur annarri og hver mánuðurinn á fætur öðrum liðu án þess að nokkuð gerðist og þegar að Davíð hélt svo sína frægu ræðu í nóvember hjá viðskiptaráði... þegar að ég hlusta á ræðuna hugsaði ég með mér: Hann er einfaldlega að fara. Hann er búinn að ákveða að hætta,“ sagði Ingibjörg Sólrún í viðtalinu.

Meginefni þess birtist á Skjá Einum í nóvember en hlutar úr  því hafa síðan birst á vef Sölva, þar á meðal í dag. 

Bútar úr viðtali Sölva við Ingibjörgu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert