Annar tveggja veltiugga Herjólfs skemmdist við bryggju í Vestmannaeyjum í gærkvöld og er ugginn ónothæfur. Skipið siglir enn á ný á öðrum ugganum en nýlega var sami veltiuginn lagfærður eftir að hafa verið skemmdur í tæpt ár.
Á vefnum Eyjafréttum er haft eftir skipstjóra Herjólfs, að óhappið hafi orðið vegna þess að það gleymdist að taka veltiuggana tvo inn við þegar skipið kom til hafnar í Vestmannaeyjum.