Eigum að fjárfesta í nýsköpum og sprotastarfsemi

Ari Kristinn Jónsson.
Ari Kristinn Jónsson.

Ari Kristinn Jónsson, sem tekur við embætti rektors Háskólans í Reykjavík 23. janúar, segir að menntun sé lykilatriði í íslensku endurreisninni. Þá eigi Íslendingar nú að fjárfesta í nýsköpun og sprotastarfsemi og slíkar fjárfestingar geti skilað miklum arði þegar fer að rofa til í atvinnulífinu.

Hann sagði, að HR muni undir hans stjórn halda áfram á þeirri braut sem skólinn hafi markað sér um akademíska uppbyggingu og styrk og að efla rannsóknir og gæði kennslunnar.

„Nemendur þurfa menntun fyrir nútímann og í því felst meira en bóknám - líka þverfaglegt nám, verkleg kennsla og fleira. Verkefnið sem ég sé fyrir mér nú er að efla tengslin við atvinnulífið og verða enn virkari þáttakandi í starfi með fyrirtækjum að verkefnum og nýsköpun en við höfum verið. Við getum fjölgað sprotafyrirtækjum sem koma út úr slíku starfi, vöruhugmyndum, tækninýjungum og öðru sem getur nýst í atvinnulífinu og samfélaginu." 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert