Fiskur til sölu við höfnina

Verbúðir við Geirsgötu.
Verbúðir við Geirsgötu. Árni Sæberg

Í undirbúningi er að opna fiskmarkað í gömlu verbúðunum við Suðurbugt í Reykjavík á vori komanda. Málið hefur verið í skoðun á vettvangi Faxaflóahafna og á stjórnarfundi fyrir helgina var samþykkt að þoka málinu lengra áleiðis.

Hugmyndin um opnun smásölumarkaðar með fisk er, að sögn Júlíusar Vífils Ingvarssonar, formanns stjórnar Faxaflóahafna, hluti af þeirri stefnu fyrirtækisins að opna fyrir margvíslega starfsemi og fjölbreytilegt mannlíf við verbúðirnar.

Sérfræðingar Matís hafa unnið skýrslu um málið. Þar segir að fiskneysla almennings, ekki síst ungs fólks, sé á undanhaldi og nauðsynlegt sé að bregðast við því. „Nauðsynlegt er að hefja upp og skapa sterka menningu og ímynd í kringum fiskneyslu,“ segja skýrsluhöfundar sem telja fiskmarkað grundvöll fyrir breyttum viðhorfum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert