„Við munum í samvinnu við þær stofnanir sem um ræðir fara nákvæmlega yfir þetta; hvað það er sem liggur að baki þessum kostnaðartölum og hvað megi gera til að ná fram frekari hagræðingu,“ segir Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra um niðurstöður starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem sagt var frá í gær.
Starfshópurinn telur að hægt sé að spara allt að 1.400 milljónir. Annars vegar með því að færa fæðingar og skurðaðgerðir til Landspítala frá sjúkrahúsum á Selfossi, Reykjanesbæ og Akranesi.
Hins vegar með því að sjúklingar liggi á spítölum nálægt heimilum sínum frekar en á Landspítala.
Nánar í Morgunblaðinu í dag.