Margir sækja um að lækka höfuðstól bílalána

Íslandsbanki.
Íslandsbanki.

Um 2000 viðskiptavinir Íslandsbanka fjármögnunar hafa óskað eftir höfuðstólslækkun vegna bílalána, en hægt er að sækja um höfuðstólslækkun vegna bílalána í erlendri mynt og vertryggðum krónum.

Þá hafa um 900 viðskiptavinir sótt um greiðslujöfnun vegna erlendra bílalána hjá bankanum.

Íslandsbanki segir, að höfuðstóll erlendra bílalána lækki að meðaltali um 23%, en lækkunin getur verið meiri eða minni allt eftir myntsamsetningu. Höfuðstóll verðtryggðra lána lækki um 5% en lækkunin í báðum tilfellum miðist við gengi og eftirstöðvar í október 2009. Höfuðstóll lánsins færist úr erlendri mynt og/eða verðtryggðum krónum yfir í íslenskar krónur með breytilegum óverðtryggðum vöxtum.

Viðskiptavinir geta sótt um höfuðstólslækkun fram til 1. mars 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert