Útvegsbændafélagið Heimaey hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mótmælt er áformum sjávarútvegsráðherra um að skerða aflaheimildir þeirra útgerða sem selja afla á erlendum ferskfiskmörkuðum. Boðar félagið málssókn verði þessum áformum hrint í framkvæmd.
„Ísfiskmarkaðarnir eru Íslendingum mikilvægir og gefja oft á tíðum umtalsvert hærri gjaldeyristekjur en fást myndu fyrir aflan eftir hefðbundna verkun. Það er á færi útvegsmanna en ekki ráðherra að meta hvar best verð fæst fyrir afla hverju sinni. Aðgerðir sem takmarka möguleika útgerða á að hámarka aflaverðmæti fela í sér sértæka og ómálaefnalega skattheimtu sem ekki standist grundvallarreglur íslenskrar stjórnskipunar. Þá jafngildir boðuð skerðing aflaheimilda útflutningstollum sem er í beinni andstöðu við EES samninginn. Verði þessum áformum hrint í framkvæmd hljóta útvegsmenn að sækja rétt sinn fyrir dómstólum til að fá staðfest ólögmæti boðaðra aðgera," segir í yfirlýsingunni.