Óttast að aðalbláberin hverfi

Kirkju­klukk­un­um á Ísa­fjarðar­kirkju var hringt 350 sinn­um kl. 15 á sunnu­dag. Gjörn­ing­ur­inn var á al­heimsvísu og til þess að minna á hugs­an­lega um­hverf­is­vá vegna hlýn­un­ar and­rúms­lofts­ins af völd­um kolt­ví­sýr­ings­meng­un­ar. Að hring­ingu lok­inni voru flutt tvö stutt er­indi í Ísa­fjarðar­kirkju um áhrif loft­lags­breyt­inga á norður­hjar­ann og Ísland.

Þar kom meðal ann­ars fram að hlýn­un­in hefði í för með sér breyt­ing­ar á nátt­úrufari á Íslandi.

„Þrennt var það, sem viðstadd­ir höfðu áhyggj­ur af. Í fyrsta lagi hvaða áhrif þetta hefði á fiski­miðin við Íslands­strend­ur. Í öðru lagi var það hækk­un sjáv­ar, sem gæti valdið vand­ræðum hér á eyr­inni á Ísaf­irði. Og í þriðja lagi var það sá mögu­leiki að aðal­blá­ber­in hyrfu héðan af svæðinu vegna minni snjóa­laga. Ná­tengt þessu er sú staðreynd að lík­legt er að skíðavertíðin eigi eft­ir að stytt­ast,“ seg­ir í frétt á vef Ísa­fjarðar­kirkju.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert