Óttast að aðalbláberin hverfi

Kirkjuklukkunum á Ísafjarðarkirkju var hringt 350 sinnum kl. 15 á sunnudag. Gjörningurinn var á alheimsvísu og til þess að minna á hugsanlega umhverfisvá vegna hlýnunar andrúmsloftsins af völdum koltvísýringsmengunar. Að hringingu lokinni voru flutt tvö stutt erindi í Ísafjarðarkirkju um áhrif loftlagsbreytinga á norðurhjarann og Ísland.

Þar kom meðal annars fram að hlýnunin hefði í för með sér breytingar á náttúrufari á Íslandi.

„Þrennt var það, sem viðstaddir höfðu áhyggjur af. Í fyrsta lagi hvaða áhrif þetta hefði á fiskimiðin við Íslandsstrendur. Í öðru lagi var það hækkun sjávar, sem gæti valdið vandræðum hér á eyrinni á Ísafirði. Og í þriðja lagi var það sá möguleiki að aðalbláberin hyrfu héðan af svæðinu vegna minni snjóalaga. Nátengt þessu er sú staðreynd að líklegt er að skíðavertíðin eigi eftir að styttast,“ segir í frétt á vef Ísafjarðarkirkju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka