SÁÁ boðar til útifundar á Austurvelli

Göngudeild SÁÁ
Göngudeild SÁÁ mbl.is/Valdís Thor

SÁÁ boða til úti­fund­ar á Aust­ur­velli á morg­un, þriðju­dag­inn 15. des­em­ber klukk­an 17 og skor­ar á lands­menn að mæta og sýna þannig sam­stöðu sína með bar­áttu sam­tak­anna gegn áfeng­is- og vímu­efna­vand­an­um.

„Þökk­um fyr­ir alla þá sem hafa náð bata eft­ir meðferð hjá SÁÁ, fögn­um fjöl­skyld­um sem hafa öðlast betra líf og minn­umst þeirra alkó­hólista sem sjúk­dóm­ur­inn hef­ur dregið til dauða,“ seg­ir í fund­ar­boðinu á heimasíðu SÁÁ.

„Bar­átt­an gegn áfeng­is- og fíkni­efna­vand­an­um er dauðans al­vara. Áður en SÁÁ byggði upp sitt öfl­uga starf þótti sjálfsagt að alkó­hólista glutruðu frá sér góðu lífi. Skuggi alkó­hól­ism­ans lagðist yfir líf fjöl­skyldna kyn­slóð eft­ir kyn­slóð. Eft­ir ára­tuga starf sam­tak­anna hef­ur þótt sjálfsagt að alkó­hólist­ar fái heil­brigðisþjón­ustu eins og aðrir hóp­ar sjúk­linga,“ seg­ir í fund­ar­boðinu.

Þessi góði ár­ang­ur sé hins­veg­ar nú í hættu, því ef skerðing­ar­til­lög­ur fjár­laga­frum­varps­ins nái fram að ganga muni al­var­legt og óbæt­an­legt skarð verða höggvið í starf SÁÁ. „Þing­menn verða að finna aðrar leiðir til að spara en hætta lífi og lífs­ham­ingju alkó­hólista og aðstand­enda þeirra.“

Á úti­fund­in­um á Aust­ur­velli munu Páll Óskar Hjálm­týs­son og Bubbi Mort­hens syngja „kjark og æðru­leysi“ í fund­ar­menn. Kveikt verður á kert­um sem þakk­lætis­votti fyr­ir þau líf sem starf­semi SÁÁ hef­ur bjargað og bætt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka