Samkomulag um aðra endurskoðun

Franek Rozwadowski og Mark Flanagan frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Franek Rozwadowski og Mark Flanagan frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. mbl.is/RAX

Samkomulag hefur náðst um aðra endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir Ísland. Stefnt er að því að áætlunin verði tekin fyrir hjá AGS í janúar. Sendinefnd AGS hefur undanfarnar tvær vikur fundað með stjórnvöldum, samtökum og þingmönnum um verkefni AGS.

Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndarinnar, segir að viðræðurnar hafi m.a. snúist um skuldabyrðina og að áfram unnið að endurfjármögnun bankanna og unnið að því að efla eftirlit með fjármálastofnunum.

Flangan segir að skuldabyrði Íslands sé í kringum 307% af þjóðarframleiðslu. Þetta kom fram á blaðamannafundi AGS sem stendur nú yfir.

Hann segir að staðan sé betri en áður hefur verið talið, þ.e frá fyrri endurskoðun. Kostnaður við endurfjármögnun bankanna hafi verið minni og að gert sé ráð fyrir að endurfjármögnun þeirra muni brátt ljúka. Áhrif kreppunnar séu ekki eins alvarleg hér á landi en menn hafi gert ráð fyrir.

Þrátt fyrir að skuldir einkafyrirtækjanna séu hærri en talið hefur verið þá hefur það ekki áhrif á getu Íslands til að standa við skuldbindingar sínar.

Það sé hins vegar mikilvægt að menn stígi varlega til jarðar og komið verði í veg fyrir að bankarnir taki á sig allt tap einkaaðila. Þá sé mikilvægt að komið sé fram við kröfuhafa með sanngjörnum hætti. 

Tilkynning viðskiptaráðuneytisins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert