Skólakerfinu gert að spara 6-7 milljarða

Eyþór Árnason

Mikil hagræðing hefur átt sér stað í skólum landsins undanfarin misseri en hún nægir ekki til og á næsta ári er leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum gert að spara sex til sjö milljarða króna til viðbótar, miðað við líðandi ár.

Morgunblaðið birtir fréttaskýringar um málið í dag og næstu fjóra daga. Þar kemur meðal annars fram að skólastjórnendur leggja áherslu á að sparnaðurinn bitni hvorki á kennslu né þjónustu við nemendur en ljóst er að eitthvað verður undan að láta ef fram heldur sem horfir.

Viðmælandi hefur áhyggjur af fæði og þrifum á leikskólunum, segir að matseðillinn ráðist að miklu leyti af tilboðum í lágverðsverslunum hverju sinni, handþurrkur víki fyrir handklæðum og klósettpappír sé skammtaður. „Við höfum áhyggjur af öryggi barnanna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert