Lögreglan mun framvegis fylgjast náið með svokölluðum bjórkvöldum framhaldsskólanna. Þetta var niðurstaða fundar lögreglustjóra og Heimilis og skóla í dag.
Margir framhaldsskólar
standa reglulega fyrir bjórkvöldum en þau eru gjarnan haldin á
virkum kvöldum á krám eða skemmtistöðum. Heimili og skóli segja það ólíðandi að
veitingahúsin séu að hleypa unglingum að stöðum sínum sem ekki hafi aldur til
að sækja þá.