35 sagt upp hjá fiskverkunarfyrirtæki

Fisk­verk­un­ar­fyr­ir­tækið Tor ehf. í Hafnar­f­irði hef­ur ákveðið að segja upp 35 manns frá og með ára­mót­um. Um er að ræða sér­hæft fisk­vinnslu­fólk.

Í til­kynn­ingu seg­ir Aðal­steinn Fin­sen, for­stjóri Tor, að ástæða upp­sagn­anna sé að frá því á haust­mánuðum hafi fyr­ir­tækið ekki getað fengið nægt hrá­efni á inn­lend­um fisk­mörkuðum til vinnslu. Miðað við óbreytt ástand sé því óumflýj­an­legt að grípa til end­ur­skipu­lagn­ing­ar á starf­sem­inni. Fyr­ir­tækið hef­ur keypt allt sitt hrá­efni á inn­lend­um fisk­mörkuðum, um 3-4000 tonn á ári.  Fyr­ir­tækið standi hins veg­ar vel fjár­hags­lega.

Þá seg­ir Aðal­steinn það vera mik­il von­brigði, að sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hafi fallið frá þeirri ákvörðun að af­nema und­anþágu er­lendra fisk­markaða til vigt­un­ar á ís­lensk­um fiski og vigta all­an afla hér á landi. Verði þessi ákvörðun ekki end­ur­skoðuð megi bú­ast við að afli fari áfram óunn­inn úr landi og minna fram­boð verði á inn­lend­um fisk­mörkuðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert