Kristján Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti málefni Álftaness á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í samtali við RÚV sagði hann að staðan væri alvarleg á Álftanesi en sveitarfélagið fengi frest til loka janúar til þess að setja fram raunhæfa fjárhagsáætlun. Hann segir að staðan sé víða slæm hjá sveitarfélögum en en hvergi eins slæm og hjá Álftanesi.