Álftanes í gjörgæslu ráðuneytis

Ný sundlaug var vígð á Álftanesi fyrr á árinu.
Ný sundlaug var vígð á Álftanesi fyrr á árinu. mbl.is/Árni Sæberg

Skuldir og skuldbindingar Álftaness nema ríflega sjö milljörðum króna og er sveitarfélagið komið í greiðsluþrot. Gert er ráð fyrir að skýrsla um fjármál Álftaness, sem eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga lét gera, verði kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í dag, en hún hefur verið kynnt samgönguráðherra og sveitarstjórn Álftaness.

Fyrir rúmlega mánuði tilkynnti sveitarstjórn Álftaness að fjárþröngin væri svo alvarleg að sveitarstjórnin gæti ekki staðið í skilum. Síðan hefur eftirlitsnefndin átt fundi með fulltrúum sveitarfélagsins til að leita allra mögulegra leiða út úr vandanum. Árstekjur upp á um milljarð standa ekki undir ríflega sjö milljarða skuldum og skuldbindingum og því er Álftanes í raun gjaldþrota, þó í lögum segi að sveitarfélög geti ekki orðið gjaldþrota.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa engar ákvarðanir verið teknar um framhaldið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert