Ánægja með störf Hönnu Birnu

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Mik­ill meiri­hluti íbúa Reykja­vík­ur er ánægður með störf Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur borg­ar­stjóra sam­kvæmt því sem kem­ur fram í nýrri könn­un Capacent Gallup sem unn­in var fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn. Niður­stöður henn­ar sýna að 64% Reyk­vík­inga eru ánægð  með störf Hönnu Birnu og af þeim sem kjósa Sjálf­stæðis­flokk­inn eru 95% ánægð  með störf borg­ar­stjóra.

Könn­un­in var gerð fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn í Reykja­vík og var tek­in 2. til 9. des­em­ber. Í úr­taki voru 1172 manns í Reykja­vík, 18 ára og eldri, handa­hófs­vald­ir úr Viðhorfa­hópi Capacent Gallup, og var svar­hlut­fall 63,7%.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert