Átta af 500 ökumönnum ölvaðir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um 500 ökumenn um helgina
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um 500 ökumenn um helgina mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Rúmlega fimm hundruð ökumenn voru stöðvaðir á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu um helgina í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan heldur nú úti í umdæminu. Ökumenn tóku þessum afskiptum almennt mjög vel en öflug sveit lögreglumanna var á vettvangi og því gekk eftirlitið að mestu snurðulaust fyrir sig, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Átta ökumenn reyndust ölvaðir við stýrið og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Sex til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir leyfilegum mörkum. Sem fyrr eru margir sem skilja ökuskírteinið eftir heima en sjötíu ökumenn höfðu það ekki meðferðis. Sekt vegna þessa er 5.000 krónur.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra, leggur nú áherslu á aukið sýnilegt eftirlit á og við stofnbrautir  í umdæminu, inni í íbúðahverfum og við verslunarmiðstöðvar en áðurnefndar aðgerðir eru hluti af því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert