Gáfu hjálparsamtökum matvæli og fé

Farið var með matvælin í sendibíl í Mest húsið í …
Farið var með matvælin í sendibíl í Mest húsið í Norðlingaholti.

Starfsfólk Arion banka hefur undanfarna daga safnað hátt í hálfu tonni af margvíslegum matvælum til að gefa í sameiginlega jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar, Rauða krossins og Hjálparstarfs kirkjunnar.

Stjórnendur bankans ákváðu jafnframt að leggja málefninu lið með fimm milljón króna peningagjöf í stað þess að senda viðskiptavinum bankans jólakort eða jólagjafir. Fulltrúar hjálparsamtakanna tóku á móti gjöfunum í dag.

Á fjölskylduhátíð Arion banka, sem haldin var þann 5. desember lögðu starfsmenn bankans til jólagjafir sem sendar voru til úthlutunar í Mæðrastyrksnefnd. Þá hafa starfsmenn einnig styrkt nefndina sérstaklega með peningagjöfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert