Götur borgarinnar þvegnar í nótt

Nokkrar götur í Reykjavík verða þvegnar og sópaðar í nótt  til að minnka líkur á svifryksmengun næstu daga en spáð er hægum vindi og þurrviðri í vikunni. Vatnsbíll mun úða saltpækli á götuna og götusópur fylgir í kjölfarið til að ná upp rykinu sem spænst hefur upp að undanförnu.

Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkur er þetta í fyrsta sinn sem saltpækill er notaður með þessum hætti til götuþvottar og með því móti sé ekki hætta á hálkumyndun vegna þvottarins.

Til verksins í nótt verða notaðir tveir vatnsbílar og tveir götusópar. Göturnar sem verða þvegnar og sópaðar í nótt eru Kringlumýrarbraut frá Fossvogi að Suðurlandsbraut, Miklabraut austan Kringlumýrarbrautar og Grensásvegur. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát er þeir aka framhjá vinnutækjum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert