Kviknaði í jólakökunum

Slökkviliðsmaður í Reykjavík
Slökkviliðsmaður í Reykjavík mynd/Davíð Örn

Eldur kom upp í íbúð við Flókagötu í Reykjavík laust fyrir klukkan 10 í morgun. Þar hafði húsmóðir verið að baka smákökur fyrir jólin en vildi ekki betur til en svo að það kviknaði í eldavélinni.

Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu gekk hratt og vel að slökkva eldinn og náði hann ekki að breiðast út en reykræsta þurfti íbúðina í kjölfarið. Eldavélin eyðilagðist og verður að teljast líklegt að sama eigi við um smákökurnar.

Ástæða er til að minna fólk á að hafa virka reykskynjara á heimilum sínum, slökkvitæki og brunateppi, ekki síst nú á þessum tíma árs þegar víða logar á kertum og eldavélar og ofnar eru í mikilli notkun.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert