Þúsund fleiri biðja um hjálp en í fyrra

Gera má ráð fyrir að um eitt þúsund fleiri óski eftir aðstoð hjálparsamtaka nú fyrir jólin en gerðu í fyrra. Þrátt fyrir þessa miklu aukningu eru líkur á að hjálparsamtökum takist að verða við ósk allra um aðstoð.

Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, segir að einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök hafi verið mjög gjafmild fyrir þessi jól.

Erna Lúðvíksdóttir, forstöðumaður sjálfboðamiðlunar Reykjavíkurdeilda Rauða krossins, segir að 4-500 sjálfboðaliðar aðstoði við að dreifa matvælum og öðrum gögnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert