Mikill verðmunur á jólabókum

Allt að 85% verðmunur var á nýjum jólabókum.
Allt að 85% verðmunur var á nýjum jólabókum. Árni Sæberg

Allt að 85% verðmunur var á nýjum jólabókum þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í tólf bókaverslunum og stórmörkuðum víðsvegar um landið í gær. Bókabúð Máls og Menningar var oftast með hæsta verðið en Bónus með oftast með lægsta verðið.

Skoðað var verð á fimmtíu bókatitlum og var munur á hæsta og lægsta verði oftast á bilinu 30–70%. Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni eða á 17 titlum, en þar voru fáanlegir 22 titlar af þeim 50 sem kannaðir voru.
Bókabúð Máls og Menningar var oftast með hæsta verðið í könnuninni eða á 38 titlum en þar voru fáanlegir 49 titlar og var þar mesta úrval titla af verslununum sem skoðaðar voru.  
Penninn Eymundsson var næst oftast með hæsta verðið eða á 20 titlum og voru 48 titlar fáanlegir í versluninni.

Könnunin var gerð í eftirtöldum verslunum:  Bókabúð Máls og Menningar Laugavegi 18, Pennanum-Eymundsson Hallarmúla 2, Bóksölu Stúdenta Sæmundargötu 4, Griffli Skeifunni 11d, Office 1 Skeifunni 17, Nettó Akureyri, Hagkaup Akureyri, Bónus Egilsstöðum, Krónunni Vestmannaeyjum, Iðu Lækjargötu 2a, Kosti Dalvegi 10 og Samkaupum-Úrvali Hafnarfirði. Bókabúð Grafarvogs og Bókabúðin Hamraborg neituðu starfsfólki verðlagseftirlitsins um þátttöku í könnuninni.

Nánari niðurstöður könnunarinnar má sjá í meðfylgjandi PDF-skjali.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert